Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 740 svör fundust

Hvað getið þið sagt mér um Carl von Linné?

Carl von Linné (1707-1778), einnig þekktur sem Carl Linnaeus eða Carolus Linnaeus, hefur oft verið kallaður faðir flokkunarfræðinnar. Hann fann upp svokallað tvínafnakerfi (e. binomial nomenclature) sem nú er notað til flokkunar á öllum lífverum. Linné fæddist 23. maí árið 1707 í suðurhluta Svíþjóðar. Frá unga...

Nánar

Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er nafnakerfi Carl Linnés hentugt til að tilgreina lífverur, að því gefnu að latínan er að deyja út og aðeins menntaðir menn sem skilja hvaða tegund er um að ræða? Í líffræði er latína einkum notuð í svokölluðu tvínafnakerfi. Þá er hverri tegund lífveru gefið...

Nánar

Gætu snæhérar lifað á Íslandi?

Það er ágætt að byrja á því að leiðrétta algengan misskilning á nafngiftum snæhéra. Samkvæmt Dýra- og plöntuorðabók Óskars Ingimarssonar er latneskt heiti snæhérans Lepus timidus. Tegundin Lepus americanus er hins vegar oft nefnd snæheri, en samkvæmt Dýra- og plöntuorðabókinni heitir hún í raun snjóþrúguhéri eða á...

Nánar

Hvað duga peningaseðlar og mynt lengi?

Seðlabanki Íslands hefur einkarétt á því að gefa út gjaldmiðil Íslands. Í lok nóvembermánaðar 2003 var samanlagt verðgildi peninga í umferð tæplega 10 milljarðar króna. Þar af var um 8½ milljarður í seðlum og 1½ milljarður í mynt. Fjöldi seðla í umferð var um 6,9 milljónir, þar af voru 2,3 milljónir af 10, 50 og ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um gríska goðið Libertas?

Libertas er ekki grískt goð, heldur latneskt orð sem þýðir „frelsi“. Stundum var frelsið persónugert í rómverskri goðafræði sem gyðjan Libertas og var hún einkum tengd Júpíter. Hof helguð Libertas voru reist á Aventínusarhæð og Palatínhæð í Róm. Tíberíus Semproníus Gracchus (langafi og alnafni alþýðuforingjans fræ...

Nánar

Hver gaf tölunum upprunalega nafn á íslensku? Hvaðan koma nöfnin á þeim?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hver er það sem gefur tölustöfum nafn á íslensku? Nú geri ég ráð fyrir því að að ekki öllum tölum hafi verið gefið nafn og því væri gaman að geta nefnt sína eigin tölu og fengið það skráð! Elstu heimildir um ritað mál á Íslandi eru frá 12. öld, um 300 árum eftir landnámið. Þæ...

Nánar

Hvernig hljómar bænin „Faðir vor“ á málinu sem Jesús sagði hana á?

Jesús kenndi lærisveinunum bænina Faðir vor, oft kölluð faðirvorið, þegar þeir báðu hann um að kenna sér að biðja. Flestir þekkja bænina á okkar ástkæra ylhýra tungumáli: Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort dagle...

Nánar

Hvað verpa mörgæsir mörgum eggjum og hversu lengi eru eggin að klekjast út?

Útungunartími mörgæsa er á bilinu 30-64 dagar, allt eftir því hvaða tegund á í hlut. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá útungunartíma og meðalfjölda eggja í varpi hjá þeim 17 mörgæsategundum sem nú lifa á jörðinni. Rétt er að taka fram að upplýsingarnar koma úr ýmsum áttum, sumar heimildir gefa upp ákveðinn dagafj...

Nánar

Hvernig varð heimurinn til samkvæmt grískri goðafræði?

Ein af helstu heimildum okkar fyrir grískri goðafræði eru kvæði skáldsins Hesíodosar frá því um 700 f.Kr. Í kvæðinu Goðakyn fjallar Hesíodos um ættfræði guðanna og annarra goðmagna sem eru persónugervingar hvers kyns fyrirbæra í náttúrunni. Ættarsaga guðanna er því um leið sköpunarsaga heimsins. Hesíodos segir...

Nánar

Er plantan aloe vera kaktustegund og til hvers er hún notuð?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hver er ætt og latneskt heiti yfir aloe vera plöntuna? Hvað er svona merkilegt við aloe vera? Hvað er Aloe barbadensis miller? Hefur hún lækningarmátt? Plantan aloe vera sem nefnd hefur verið alvera eða alóvera[1] á íslensku, hefur þykk blöð og þyrna og líkist því óneitan...

Nánar

Hvað er mikið til af íslenskum seðlum og myntum?

Í ársskýrslu Seðlabanka Íslands fyrir árið 1999 kemur fram að í árslok 1999 voru seðlar og mynt í umferð 8,7 milljarðar króna. Þar af voru seðlar 7,5 milljarðar króna en mynt tæpir 1,2 milljarðar króna. Hæst varð upphæðin um verslunarmannahelgina en þá voru seðlar í umferð 7,6 milljarðar króna. Í árslok voru 5,8 m...

Nánar

Hvað er sakramenti, hver eru þau og hver fann þau upp?

Orðið sakramenti er latneskt og þýðir „leyndardómur” eða „helgur dómur”. Í kirkjunni er orðið notað um ákveðnar athafnir og hefur sakramenti verið skýrgreint á þennan hátt: Sakramenti er heilög athöfn, sem Kristur stofnsetti sjálfur, þar sem hann veitir ósýnilegum, himneskum náðargjöfum gegnum sýnilegt, jarð...

Nánar

Fleiri niðurstöður